Björgvin fékk sér kött í Kattholti og kemur með hann í Stundina, hann kynnir köttinn, Högna Feldsson fyrir Fransínu við lítinn fögnuð. Fransína fleygir sér í gólfið og þykist dauð, hún er dauðhrædd um að kötturinn éti sig þar til Björgvin bendir henni á að hún sé miklu stærri en hann. Henni er samt alls ekki vel við köttinn og vill helst að Björgvin skili honum.