Stóri dagurinn

Stóri dagurinn

Jour J

Frönsk gamanmynd um Alexiu sem heldur að kærastinn hennar, Mathias, sé að skipuleggja brúðkaupið þeirra þegar hún finnur nafnspjald brúðkaupsskipuleggjandans Juliette í fórum hans. Það sem Alexia veit ekki er að hann fékk nafnspjaldið eftir að hafa átt skyndikynni við Juliette og nú er hann skyndilega farinn að undirbúa brúðkaup með konu sem hann er ekki viss um að hann vilji giftast, með aðstoð hjákonu sinnar. Leikstjórn: Reem Kherici. Aðalhlutverk: Reem Kherici, Nicolas Duvauchelle og Julia Piaton. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

Þættir