Sinfó í Japan

Sinfó í Japan

Heimildarþáttur um þriggja vikna tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Japan haustið 2018, þar sem sveitin hélt tólf tónleika fyrir fullu húsi í ellefu borgum. Hljómsveitarstjóri á ferðalaginu var Vladimir Ashkenazy og einleikari japanski píanóleikarinn Nobuyuki Tsujii. Við fylgjum sveitinni fyrstu daga ferðalagsins, fylgjumst með æfingum, tónleikum og óvæntum uppákomum á framandi slóðum. Dagskrárgerð: Halla Oddný Magnúsdóttir og Egill Eðvarðsson.