Siðbótin

Siðbótin

Íslensk heimildarmynd í tveimur hlutum um lífshlaup Marteins Lúthers og helstu hugmyndir siðbótarinnar. Þann 31. október2017 voru 500 ár frá upphafi siðbótarinnar sem hafði afgerandi áhrif á þróun kristninnar. Í þáttunum ferðast Ævar Kjartansson um slóðir Lúthers í Þýskalandi og bregður upp svipmyndum af ævi hans. Rætt verður við nokkra fræðimenn um hugmyndir Lúthers og afstöðu hans til ýmissa mála. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.