Sagan í heimakvikmyndum

Sagan í heimakvikmyndum

1968mm

Þýskir heimildarþættir frá 2018. Fyrir rúmum 50 árum var eitt sögulegasta ár tuttugustu aldarinnar: 1968. Vorið í Prag, stúdentaóeirðirnar í París, mótmæli gegn stríði í Chicago, Mi-Lay fjöldamorðin í Vietnam, morðið á Martin Luther King Jr. og fleiri afdrifaríkir atburðir áttu sér stað. Í þáttunum er sagt frá viðburðum þessa árs með heimagerðum myndböndum fólksins sem var á staðnum. Þannig gefst einstök sýn á sögulega viðburði frá nýstárlegu sjónarhorni, beint frá fólkinu sem lifði atburðina. Sjónarhorni sem á vissan hátt líkist því sem við sjáum viðburði nútímans frá í gegnum samfélagsmiðla. Leikstjórar: Felix Kriegsheim, Jerry Rothwell og Stefano Strocchi.