Saga Borgarættarinnar

Saga Borgarættarinnar

Kvikmynd frá 1920 byggð á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar í leikstjórn Gunnars Sommerfeldts. Myndin var tekin upp á Íslandi árið 1919 með dönskum og íslenskum leikurum og markar upphaf kvikmyndagerðar hér á landi. Í tilefni af aldarafmæli myndarinnar unnu Kvikmyndasafn Íslands, Gunnarsstofnun og Menningarfélag Akureyrar stafræna endurgerð með nýrri frumsaminni tónlist Þórðar Magnússonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.