Sá guli

Sá guli

Heimildamynd eftir Pál Steingrímsson um þorskinn og þorskveiðar við Ísland allt frá landnámi. Fylgst er með hrygningu, klaki og uppvexti seiða. Í myndinni eru neðansjávartökur af gönguþorski á grunnslóð, hvernig hann tekur agn á línu og festist í netum. Sagt er frá vinnslu og nýtingu aflans, en einnig eru sýndar tilraunir til hæna fisk í kvíar með lykt eða hljóðmerkjum.