Rússneski blaðamaðurinn

Rússneski blaðamaðurinn

Íslensk heimildarmynd um úkraínsk-rússneska blaðamanninn og fyrrum samviskufangann Grigorí Pasko, sem hefur um árabil látið sig stjórnarfar og umhverfismál í Rússlandi varða. Myndin fylgir honum eftir á tíu ára tímabili, eftir hann hefur rannsaka byggingu mikillar gasleiðslu frá Norður-Rússlandi um Eystrasalt til Vestur-Evrópu. Með óháðri og gagnrýninni blaðamennsku setur hann sig í andstöðu við yfirvöld í Rússlandi og afhjúpar margar af verstu hliðum valdstjórnarinnar í landinu. Leikstjóri: Helga Brekkan.