Ronja
Eina óveðursnótt fæðist Matthíasi ræningjaforingja og Lovísu konu hans dökkeyg og svarthærð dóttir. Ronja er hún kölluð og elst upp hjá foreldrum sínum og ræningjunum tólf í Matthíasarborg. Nóttina sem Ronja fæddist klauf elding Matthíasarborg í tvennt og dag nokkurn kemst Ronja að því að Borki er fluttur með ræningjahyski sitt í hinn helminginn af kastalanum, hinum megin við helvítisgjána djúpu.