
Rokkbáturinn
The Boat that Rocked
Bresk kvikmynd frá 2009 byggð á sönnum atburðum. Á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar bannar breska ríkisstjórnin útvarpsstöðvum að spila rokktónlist. Hópur plötusnúða og uppreisnarseggja ákveður að stofna sjóræningjaútvarpsstöð á bát og senda út úti fyrir ströndum Bretlands, ríkisstjórninni til mikils ama. Leikstjóri: Richard Curtis. Aðalhlutverk: Tom Surridge, Philip Seymour Hoffman og Rhys Ifans. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.