Popp- og rokksaga Íslands

Popp- og rokksaga Íslands

Einstök heimildarþáttaröð þar sem farið yfir sögu og þróun rokk- og popptónlistar á Íslandi. Í þáttunum hittum við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina.

skemmtilegar sögur, einstök myndbrot og tónlist sem hefur haft áhrif á margbreytilegt tónlistarlandslag Íslands, en landslagið hefur á aðeins fáum áratugum breyst í skapandi vettvang með fjölda tónlistarmanna.

Rokkið, Bítlarnir og hipparnir, diskóið, proggið og pönkið, Stuðmenn og Mezzoforte, heimsfrægðin og harmleikarnir, Sykurmolarnir og Björk, Sigurrós og krúttin, Of Monsters and Men og margt, margt fleira. Hver er galdurinn á bakvið þessa velgengni og hvert stefnum við nú?

Dagskrárgerð: Örn Marinó Arnarsson og Þorkell Harðarson í samvinnu við Dr. Gunna, en þættirnir eru byggðir á bókinni „Stuð vors lands“ eftir Gunnar Lárus Hjálmarsson.