Paddington II
Ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna um vinalega björninn Paddington. Hann er búinn að koma sér vel fyrir hjá Brown-fjölskyldunni en lendir í klemmu þegar bók sem hann ætlaði að gefa frænku sinni er stolið. Myndin er talsett á íslensku en er sýnd á sama tíma á RÚV 2 með ensku tali. Leikstjórn: Paul King.