Ógn og skelfing

Ógn og skelfing

The Terror

Spennuþættir um leiðangur Breta um Norður-Íshaf á 19. öld. Konunglegi breski sjóherinn sendi HMS Erebus og HMS Terror af stað norðvesturleiðina frá Atlantshafi til Kyrrahafs meðfram norðurströnd Norður-Ameríku. Skipin festust í ísnum, einangruð á hjara veraldar og upphófst þá örvæntingarfull barátta leiðangursmanna við náttúruöfl, ótta og hvern annan. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók eftir Dan Simmons. Framleiðandi: Ridley Scott. Meðal aðalleikara eru Ciarán Hinds, Nive Nielsen, Adam Nagaitis og Trystan Gravelle. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna.