Norah Jones á tónleikum

Norah Jones á tónleikum

Norah Jones Plays Baloise Session

Upptaka frá tónleikum Noruh Jones á tónlistarhátíðinni Baloise session í Sviss árið 2016. Norah Jones vakti fyrst athygli með frumraun sinni, Come Away With Me, árið 2002. Hún hvarf aftur til jazz-tónlistar með plötunni Day Breaks sem kom út 2016. Á tónleikunum flytur hún lög af þeirri plötu auk vinsælustu laga sinna.