Náttúrupostulinn

Náttúrupostulinn

Heimildarmynd þar sem gróðurfarssaga Íslands og árangur landgræðslu í meira en eina öld er kynnt í gegnum Svein Runólfsson, fyrrum landgræðslustjóra. Við upphaf landnáms var landið gróðri vaxið frá fjalli til fjöru en í gegnum tíðina hefur gróðri hnignað svo mikið í dag er Ísland eina landið í Evrópu þar sem finna eyðimerkur. Í myndinni er fjallað um mikilvægan þátt Sveins í endurheimt landgæða í yfir 40 ár og árangur starfs hans. Leikstjórn: Valdimar Leifsson og Ari Trausti Guðmundsson. Framleiðsla: Lífsmynd.