Myndin af mér
Íslensk leikin stuttmynd um stafrænt kynferðisofbeldi. Myndin byggir á sönnum frásögnum af því þegar nektarmyndir sem sendar eru í trúnaði fara á flakk og fjallar um þau áhrif sem slíkt hefur á líf fórnarlambanna. Leikstjórn: Brynhildur Björnsdóttir. Með helstu hlutverk fara: Erna Mist, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, Erna Kanema Mashinkila, Magnús Thorlacius, Magnús E. Halldórsson, Luis Lucas, Bríet Ísis Elfar og Nikulas Guðnason. Framleiðandi: Elínóra áhugafélag um kvikmyndagerð og fræðslu.