Miðnæturmessa í Fríkirkjunni við Tjörnina

Miðnæturmessa í Fríkirkjunni við Tjörnina

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari halda hátíðlega miðnæturtónleika ásamt strengjasveit í Fríkirkjunni í tilefni 120 ára afmælis kirkjunnar. Séra Hjörtur Magni flytur hugvekju. Páll Óskar og Monika héldu miðnæturtónleika á aðfangadagskvöld í fyrsta sinn árið 2002 og hafa haldið í þá hátíðlegu hefð nær sleitulaust síðan. Tónleikarnir eru því orðnir órjúfanlegur hluti af helgihaldi margra og nú gefst þjóðinni allri í fyrsta sinn tækifæri til að njóta þeirra.

Þættir