Menningin

28.09.2021

Stórmyndin Saga Borgarættarinnar varð 100 ára í fyrra. Í tilefni af því réðust Kvikmyndasafn Íslands, Gunnarsstofnun og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í gera endurbætta útgáfu með glænýrri tónlist sem verður frumsýnd á þremur stöðum á landinu núna um helgina.

Sýnd eru brot úr kvikmyndinni og Bergsteinn ræðir við nokkra aðstandendur myndarinnar, Skúla Björn Gunnarsson forstöðumann Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, Gunnar Tómas Kristófersson, kvikmyndasagnfræðing, Þórð Magnússon, tónskáld, Þóru Sigríði Ingólfsdóttur, forstöðumann Kvikmyndasafns Íslands og Jón Stefánsson, sérfræðing í stafvæðingu og endurgerð.

Birt

28. sept. 2021

Aðgengilegt til

31. mars 2022
Menningin

Menningin

Fjallað er á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir.