Menningin

13.09.2021

Saga skyrsins er rakin á sýningunni Skyrland í nýendurreistu mjólkurbúi Flóamanna. Rætt er við Snorra Frey Hilmarsson leikmyndahönnuð og hönnuð sýningarinnar.

Eins og þú ert núna var ég einu sinni, eins og ég er núna svo munt þú verða er titill sýningar þriggja ungra listamanna í Nýlistasafninu á Granda. Guðrún Sóley talar við Katarinu Spathí sýningarstjóra og listamanninn Renate Feizaka.

Birt

13. sept. 2021

Aðgengilegt til

30. des. 2021
Menningin

Menningin

Fjallað er á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir.