Menningin

09.06.2021

Listahátíð í Reykjavík 2020 lýkur í júní 2021. Síðustu viðburðir hátíðarinnar: Einangrun, HljóðMyndir og Meira Ástandið verða frumfluttir í júní. Menningin tók hús á listamönnununum á lokaspretti undirbúnings. Rætt er við Árna Kristjánsson leikstjóra, Curver Thoroddsen listrænan stjórnanda, Þórönnu Dögg Björnsdóttur listrænan stjórnanda og Ingibjörgu Friðriksdóttur hljóðlistakonu.

Birt

9. júní 2021

Aðgengilegt til

23. sept. 2021
Menningin

Menningin

Fjallað er á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Guðrún Sóley Gestsdóttir.