Með okkar augum

Þáttur 1 af 6

Við förum norður í Eyjafjörð og skoðum Berklahælið á Kristnesi, við förum undir yfirborðið með stórleikaranum Sigga Sigurjóns og kynnumst einum efnilegasta íþróttamanni ársins, Björgvini Inga Ólafssyni sem leikur borðtennis eins og enginn morgundagurinn, fylgjumst með Báru Sif í vinnunni sinni hjá Next og í Uppáhalds með Andra Frey kíkir sjálfur Herbert Guðmudsson við. En við byrjum á listamanni þáttarins Steinari Svan Birgissyni.

Birt

17. ágúst 2022

Aðgengilegt til

23. ágúst 2023
Með okkar augum

Með okkar augum

Tólfta þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.