Lotta í Skarkalagötu

Lotta í Skarkalagötu

Lotta på Bråkmakargatan

Lotta í Skarkalagötu er með eindæmum uppátækjasöm fimm ára stelpa og það er aldrei nein lognmolla í kringum hana. Í þessari fyrstu mynd um hana lendir hún í fjölmörgum ævintýrum. Hún fer í veiðiferð, lærir að hjóla, heimsækir afa og ömmu upp í sveit og gerir margt fleira skemmtilegt. Lotta í Skarkalagötu er byggð á samnefndri bók eftir Astrid Lindgren, einn ástsælasta barnabókahöfund allra tíma.

Þættir