Lögmaðurinn
Advokaten II
Önnur þáttaröð þessara dönsk-sænsku spennuþátta um lögfræðinginn Frank Nordling. Frank á í erfiðleikum með að halda áfram með líf sitt eftir að hann komst að raun um hver myrti foreldra hans og ekki bætir úr skák að annað dauðsfall plagar samvisku hans. Aðalhlutverk: Alexander Karim, Malin Buska og Thomas Bo Larsen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.