Línudans

Línudans

Íslensk heimildarmynd um baráttu bænda í Skagafirði gegn lagningu háspennulínu frá Blönduvirkjun í Húnavatnshreppi yfir í Skagafjörð, þaðan um Öxnadalsheiði, niður Öxnadal og Hörgárdal til Akureyrar. Hversu lengi getur samstaðan haldið ef einstökum landeigendum berast gylliboð? Hvaða vopnum verður beitt næst? Í Línudansi fylgjumst við með íslenskum bændum í eldlínu dramatískra átaka. Leikstjóri: Ólafur Rögnvaldsson. Framleiðandi: Axfilms ehf.