Leiksýning verður til - Kardemommubærinn
Á meðan að samkomubann er í gildi þá fer enginn í leikhús. En starfsemi leikhúsana hættir ekki. Þjóðleikhúsið og KrakkaRÚV veita ungum leikhúsunnendum og forvitnum krökkum nú einstakt tækifæri til að gægjast bak við tjöldin og sjá hvernig leiksýningin Kardemommubærinn verður til.
Umsjón: Bjarni Snæbjörnsson, Hallgrímur Ólafsson og Hildur Vala Baldursdóttir
Upptaka og klipping: Hekla Egilsdóttir og Anna Karín Lárusdóttir
Framleiðsla: Hafsteinn Vilhelmsson