Klassíkin okkar

Klassíkin okkar

Í fimmta sinn efna Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til glæsilegra tónleika í beinni útsendingu frá Hörpu - til þess fagna því 90 ár eru frá stofnun Ríkisútvarpsins og 70 ár frá fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar. Efnisskráin spannar allt frá Jóni Múla til Igors Stravinsky og rifjaðar verða upp merkar stundir í tónlistarsögu landsmanna. Fram koma meðal annarra Emiliana Torrini, Elmar Gilbertsson, Dísella Lárusdóttir, Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Páll Palomares og Mótettukór Hallgrímskirkju. Daníel Bjarnason stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands en Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir kynna verkin.