Klassíkin okkar
Í þriðja sinn taka Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV saman höndum og gefa landsmönnum kost á að ráða efnisskránni á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar á nýju starfsári. Í þetta sinn gafst almenningi færi á að velja uppáhalds íslensku tónsmíðina sína í tilefni 100 ára fullveldisafmælis og verður nú boðið til íslenskrar tónlistarveislu í beinni útsendingu. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Kynnar kvöldsins eru Guðni Tómasson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.