Kiljan

24.11.2021

Júlía Margrét Einarsdóttir er gestur í Kilju vikunnar og segir frá skáldsögu sinni Guð leitar Salóme. Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við okkur um Rætur, það er bók sem inniheldur æskuminningar fyrrverandi forseta okkar. Við förum í Selvoginn með Guðna Ágústssyni en hann hefur nýskeð sent frá sér bókina Guðni á ferð og flugi. Meðal þeirra sem þar koma við sögu er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum ? Þórarinn rifjar í þættinum upp kynni sín af skáldinu Einari Benediktssyni. Ragnar Helgi Ólafsson flytur okkur nokkurs konar líifsreglur, kannski dálítið öfugsnúnar, úr ljóðabókinni Laus blöð. Ragnheiður Eyjólfsdóttir segir frá nýjustu bók sinni, miSter einSam; það er bók sem er miðuð við börn og unglinga. Rýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason, Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað eyðileggja eftir Gunnar Helgason og Þú sérð mig ekki eftir Evu Björg Ægisdóttur

Birt

24. nóv. 2021

Aðgengilegt til

25. feb. 2022
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.