Kiljan

13.10.2021

Í Kilju vikunnar verður fjallað um Mynd af manni, en það er mjög vegleg ævisaga Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, skráð af Sigrúnu Helgadóttur. Sigurður var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi með sína rauðu húfu og afar dáður - vísindamaður, vísnaskáld og alþýðufræðari. Haukur Ingvarsson ræðir við Egil um nýja ljóðabók sína sem nefnist Menn sem elska menn. Hjörleifur Sveinbjörnsson segir frá þýðingum sínum á klassískri kínverskri ljóðlist, Meðal hvítra skýja nefnist bókin. Loks er gestur í þættinum fransk-marokkóski rithöfundurinn Leila Slimani. Hún nýtur mikillar hylli alþjóðlega og tvær bækur eftir hana hafa verið þýddar á íslensku af Friðriki Rafnssyni, Barnagæla og Í landi annarra. Hin fyrrnefnda hlaut hin virtu Goncourt-verðlaun. Gagnrýnendur þáttarins ræða um þrjár bækur: Myrkrið milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur, Út drepa túrista eftir Þórarin Leifsson og Stúlka, kona, annað eftir Bernardine Evaristo

Birt

13. okt. 2021

Aðgengilegt til

14. jan. 2022
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.