Kiljan

21.04.2021

Kilja vikunnar byrjar aðeins síðar en venjulega eða klukkan 21.25. Hana ber upp handritadaginn mikla, en 21. apríl eru liðin 50 ár frá því Danir hófu skila handritunum til Íslands. Þá var hátíð í bæ. Við minnumst þessa í þættinum. Arndís Þórarinsdóttir er í viðtali um bókina Bál tímans, en það er nokkurs konar ævisaga eins merkasta handritsins, Möðruvallabókar. Valur Gunnarsson hefur ferðast um löndin sem tilheyrðu gömlu Sovétríkjanna á löngu árabili - hann gerir þeim skil í bók sem er blanda af ferðasögu og sagnfræði og nefnist Bjarmalönd - og segir frá henni í þættinum. Rýnendur okkar fjalla um tvær bækur: Stríð og klið eftir Sverri Norland og Uppruna eftir Sasa Stanisic, hann er af bosnískum ættum, býr í Þýskalandi og hlaut Þýsku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.

Birt

21. apríl 2021

Aðgengilegt til

30. júlí 2021
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.