Kiljan

03.03.2021

Í Kilju vikunnar fjöllum við um skáldið Emily Dickinson. Hún var uppi frá 1830 til 1886 og er talin eitt mesta skáld í sögu Bandaríkjanna.Vegur hennar fer stöðugt vaxandi og um hana eru gerðar kvikmyndir og vinsælir sjónvarpsþættir. En Dickinson á sérstaka sögu, hún lokaði sig inni lengi ævi sinnar og orti kvæði sem þykja bæði djörf og torræð. Magnús Sigurðsson hefur þýtt ljóð Dickinson á íslensku undir yfirskriftinni Berhöfða líf. Orri Páll Ormarsson segir okkur frá bók sinni Í faðmi ljónsins - ástarsögu. Þar fjallar Orri um ensku knattspyrnuna, eða réttar sagt um sögu hennar á Íslandi, hvernig áhugi á henni þróaðist á síðustu öld, fjölmiðlaumfjöllun um hana og frá þeim sem ólga af ástríðu fyrir þessari íþróttakeppni. Í Bókum og stöðum förum við á Þingvöll og skoðum þrjá rithöfunda sem hafa fjallað um staðinn, Halldór Laxness, Jónas Hallgrímsson og höfund Njálu. Við litumst líka um í Þjóðargrafreitnum hálfgleymda, þar kemur við sögu verk eftir Ragnar Kjartansson. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Stol eftir Björn Halldórsson, Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur.

Birt

3. mars 2021

Aðgengilegt til

17. sept. 2021
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.