Kiljan

24.02.2021

Við förum á bókamarkaðinn sem er hefjast undir stúkunni á Laugardalsvelli í Kilju vikunnar. Þorgeir Tryggvason og Kolbrún Bergþórsdóttir velja sér bækur til lestrar - og það gerir líka umsjónarmaður þáttarins. Erla Dóris Halldórsdóttir, sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur, segir frá gagnmerkri bók sinni sem nefnist Óhreinu börnin hennar Evu. Þar er rakin saga holdsveiki á Íslandi og í Noregi - þessi hræðilega veiki var landlæg á Íslandi lengur en í nágrannalöndum. Gunnar Þorri Pétursson ræðir við okkur um endurútgáfu á Karamazov-bræðrunum eftir Dostojevskí, þetta er hin rómaða þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur en Gunnar Þorri skrifar eftirmála. Þá er ónefndur presturinn og skáldið Davíð Þór Jónsson, en hann talar við okkur um bókina Allt uns festing brestur. Þetta eru trúarljóð, ort undir dróttkvæðum hætti í formi klassískrar messu, en þó með innihaldi sem er alls ekki fornt.

Birt

24. feb. 2021

Aðgengilegt til

10. sept. 2021
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.