Kiljan

17.02.2021

Sigurbjörg Þrastardóttir er meðal gesta í Kilju vikunnar og ræðir um bráðskemmtilegt safn örsagna eftir sig. Það kallast Mæður geimfara. Joachim B. Schmidt er svissneskur rithöfundur sem tók ungur ástfóstri við Ísland. Hann býr hér og skrifar á þýsku um íslensk söguefni. Nýjasta bók hans heitir Kalmann, gerist á Raufarhöfn og hefur náð inn á metsölulista hjá Der Spiegel. Sigmundur Ernir Rúnarsson ræðir við okkur um ljóðabók sína Skáldaleyfi - hinn ástsæli fjölmiðlamaður hefur ort ljóð og gefið út síðan í menntaskóla. Í Bókum og stöðum förum við í göngutúr kringum Reykjavíkurtjörn og koma þar meðal annarra við sögu Þórbergur Þórðarson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Tómas Guðmundsson og Þórarinn Eldjárn. Gagnrýnendur þáttarinns fjalla um tvær bækur: Berskjaldaður er ævisaga Einars Þórs Jónssonar, skrásett af Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur og svo eru það Sögur frá Sovétríkjunum í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur.

Birt

17. feb. 2021

Aðgengilegt til

27. ágúst 2021
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.