Kiljan

10.02.2021

Í Kilju vikunnar er fjallað um tvær nýútkomnar skáldsögur, þær fyrstu árið 2021. Björn Halldórsson ræðir um skáldsöguna Stol og Anna Ólafsdóttir Björnsson segir frá spennusögunni Mannavillt, það er fyrsta skáldsaga hennar. Aðrir gestir þáttarins eru Stefán Pálsson, hann hefur ritað mjög forvitnilega bók sem nefnist Gleymið ekki endurnýja. Hún fjallar um sögu Happdrættis Háskóla Íslands -við rifjum upp tíma þegar stór hluti þjóðarinnar átti miða og beið í ofvæni eftir drætti. Svo koma í þáttinn mæðginin Ragnheiður Lárusdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. Þau eru mjög samrýmd og hafa bæði gefið út ljóðabækur, bók Ragnheiðar heitir 1900 og eitthvað og fékk verðlaun Tómasar Guðmundssonar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur sem báðar hafa getið sér mikla frægð: Álabókina eftir Patrik Svenson og Tíkina eftir Pilar Quintana.

Birt

10. feb. 2021

Aðgengilegt til

12. ágúst 2021
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.