Kiljan

Þáttur 3 af 12

Í Kilju vikunnar verður fjallað um nýja bók sem nefnist Þegar heimurinn lokaðist. Þar segir frá hinni svokölluðu Petsamoferð fyrir nákvæmlega 80 árum, en þá fór skipið Esja til Petsamo við Norður-Íshafið til að sækja fjölda Íslendinga sem var innlyksa á Norðlöndunum vegna heimstyrjaldarinnar. Höfundur bókarinnar er Davíð Logi Sigurðsson. Eyrún Ingadóttir segir frá bók sinni Konan sem elskaði fossinn, en það er söguleg skáldsaga sem fjallar um baráttukonuna Sigríði Tómasdóttur í Brattholti og baráttu hennar fyrir því að vernda Gullfoss. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Eydís Mary Jónsdóttir ræða um Íslenska matþörunga, bók sem fjallar um hvernig má nytja þara og þang sem er að finna við strendur landsins. Gagnrýnendur þáttarins spjalla um þrjár bækur: Váboða eftir Ófeig Sigurðsson, Iðunni og afa Pönk eftir Gerði Kristnýju og Hansdætur eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.

Birt

14. okt. 2020

Aðgengilegt til

19. mars 2021
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.

Þættir