Jólavaka RÚV

Jólavaka RÚV

Jólavaka RÚV er lifandi skemmti- og fjölskylduþáttur. Stúlknakór Reykjavíkur flytur fagra jólatóna og góðir gestir mæta í sjónvarpssal. Meðal gesta eru Jón Gnarr, Baltasar Kormákur, Una Torfadóttir og Frú Vigdís Finnbogadóttir. Söngvarnir Valdimar og Salka Sól flytja jólalag, Hrefna Sætran stendur jólavaktina í eldhúsinu, skroppið verður til Akureyrar og hljómsveitin Baggalútur flytur nýtt lag. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson.