Jólalag Ríkisútvarpsins 2013

Jólalag Ríkisútvarpsins 2013

Hafdís Bjarnadóttir tónskáld er höfundur jólalags Ríkisútvarpsins 2013. Í undirbúningnum kynnti Hafdís sér gömul skjalasöfn og fann 6 jólastökur sem hún byggir á. Við stökurnar samdi Hafdís undurfallegt lag sem kórinn Hljómeyki flytur undir stjórn Mörtu Halldórsdóttur. Upptakan fór fram í Árbæjarsafni 13. desember sl. Kynnir er Margrét Sigurðardóttir, dagskrárgerð annast Sigurður Jakobsson.

Þættir