Sjónvarp
Sjónvarp
Útvarp
KrakkaRÚV
UngRÚV
Beint
RÚV
RÚV2
Dagskrá
Leit
Þættir
24. desember
Gunni og Felix og búálfurinn Bóthildur eru ennþá í kærleiksleiknum en þá opnast hurðin á skápnum í herberginu hans Gunna. Er Völundur fundinn?
23. desember
Gunni og Felix eru komnir aftur heim í herbergið hans Gunna og vona að Völundur bíði eftir þeim þar en þar finna þeir bara búálfinn Bóthildi.
22. desember
Gunni og Felix eru staddir í geimnum og svífa um í kringum stjörnurnar. Hvert geta þeir farið í framhaldi af þessu?
21. desember
Gunni og Felix eru staddir í skólastofu og þeim bregður mikið þegar í ljós kemur að Salvör er kennarinn þeirra. En hún virðist ekki vera með kennsluefnið á hreinu.
20. desember
Gunni og Felix eru staddir aftur á vinnustofu Völundar en þar er enginn Völundur og engar jólagjafir. Þeir félagar þurfa því að finna leiðina áfram.
19. desember
Gunni og Felix eru staddir í tölvuleik sem hljómar kannski mjög spennandi en það hættir að vera það þegar í ljós kemur að það er Hr. Tívolí sem stjórnar.
18. desember
Gunni og Felix eru ekki mjög sáttir við að vera aftur staddir á háaloftinu hjá Lofti. Og útgönguleiðin sem þeir notuðu síðast virkar ekki lengur.
17. desember
Gunni og Felix eru staddir í göngum sem þeir þurfa að skríða í gegnum til að komast áfram. En göngin eru mjög löng og það er stutt í vonda skapið.
16. desember
Gunni og Felix eru staddir í herbergi þar sem búálfurinn Bóthildur hefur ruslað mikið til og hún biður þá um að hjálpa sér að taka til. En Gunni er ekki svo viss um það.
15. desember
Gunni og Felix eru staddir á safni þar sem eru allskonar skrítnir safngripir. En þeir átta sig fljótt á að ekki er allt sem sýnist.
14. desember
Gunni og Felix eru staddir við drullupoll og sjá að það eru gleraugu ofan í pollinum. En þá birtist Hr. Tívolí, sem þeir höfðu hitt áður á tilraunastofunni, með annað tilboð.
13. desember
Gunni og Felix eru staddir í verslun þar sem þeir hitta aftur hana Salvöru. Nú vill hún selja þeim hátískusportpúðaskó.
12. desember
Gunni og Felix eru staddir í helli þar sem er ekkert nema grjót og grjót og svo meira grjót. Eða hvað?
11. desember
Gunni og Felix eru staddir í svefnherbergi sem enginn virðist eiga og lítið er um vísbendingar um útgönguleið.
10. desember
Gunni og Felix eru ennþá staddir á háloftinu með hinum neikvæða Lofti. Þeir eru að reyna að fægja spegilinn sem þeir telja vera næstu vísbendingu en neikvæðnin er að trufla þá.
9. desember
Gunni og Felix eru komnir upp á háaloft sem er fullt af drasli og ekki auðvelt að finna næstu vísbendingu. Þar er líka einstaklega rykugur og neikvæður maður sem heitir Loftur.
8. desember
Gunni og Felix er staddir á gangi þar sem er ekkert nema stigi sem liggur að hlera sem opnast ekki og hellingur af myndum af ketti.
7. desember
Gunni og Felix eru staddir í skjannahvítu herbergi og sjá enga veggi og enga augljósa útgönguleið. Þeir velta fyrir sér hvort herbergið sé endalaust.
6. desember
Gunni og Felix eru staddir í skjannahvítu herbergi og sjá enga veggi og enga augljósa útgönguleið. Þeir velta fyrir sér hvort herbergið sé endalaust.
5. desember
Gunni og Felix eru staddir í geymslu og hitta ókurteisa búálfinn Bóthildi sem virðist lítið vilja hjálpa þeim að finna leiðina áfram.
4. desember
Gunni og Felix koma að tveimur dyrum og þurfa að velja á milli þess að fara „Áfram“ eða „Heim aftur án Völundar.“
3. desember
Gunni og Felix eru staddir í tómu herbergi og leiðin út er ekki augljós. En þá birtist undarleg kona að nafni Salvör sem langar að selja þeim dót.
2. desember
Gunni og Felix eru staddir inni í herbergi þar sem fjall af auglýsingabæklingum kemur fljúgandi inn um lúguna. Nú þurfa þeir að finna leið til að halda för sinni áfram.
1. desember
Leikfangasmiðurinn Völundur birtist úr fataskápnum hjá Gunna og Felix og treystir þeim félögum fyrir mikilvægum poka og mikilvægu verkefni.
Barnalæsing óvirk