Íslensku tónlistarverðlaunin

Íslensku tónlistarverðlaunin

Bein útsending frá afhendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið eftirminnilega tónlistarár 2020. Athöfnin fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Mikið verður um dýrðir í tónlistar- og skemmtiatriðum en verðlaunað verður það tónlistarfólk sem þótti standa fram úr á árinu í flokki popp-, hipphopp-, raf- og rokktónlistar, djass- og blústónlistar, sígildrar og samtímatónlistar sem og tónlistar í leikhúsi og kvikmyndum. Kynnir er Saga Garðarsdóttir. Stjórn útsendingar: Vilhjálmur Sigurgeirsson. Framleiðsla: RÚV í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin.