Hrunið

Hrunið

Íslensk heimildaþáttaröð frá 2009 um fall bankanna á Íslandi haustið 2008, sem telst til afdrifaríkustu atburða í sögu lýðveldisins. Þættirnir greina frá því í stórum dráttum hvað gerðist mánuðina í kringum hrunið - næturfundir, þjóðnýting, mótmæli, táragas, búsáhöld, skemmdarverk, ríkisstjórnarskipti, gengisfall, myntkörfulán, AGS, Svörtuloft, Gordon Brown, Icesave og Helvítis fokking fokk. Þættirnir eru byggðir á bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hruninu. Umsjón: Þóra Arnórsdóttir. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.