Hnotubrjóturinn

Hnotubrjóturinn

Hnotubrjóturinn í uppfærslu Dansgarðsins, Klassíska listdansskólans og Óskanda.

Hnotubrjóturinn er skemmtilegt ævintýri fullt af töfrum. Sagan hefst í jólaboði þar sem Drosselmeyer frændi, göldróttur úra- og leikfangasmiður, kemur í heimsókn. Hann gefur guðdóttur sinni, Klöru, hnotubrjót sem er í álögum.

Dansmyndin var tekin upp í desember 2020 þegar samkomutakmarkanir voru miklar en nemendum tókst gera heila sýningu án þess hittast.

Sagan hefst í jólaboði þar sem Drosselmeyer frændi, göldróttur úra - og leikfangasmiður, kemur í heimsókn. Hann gefur guðdóttur sinni, Klöru, hnotubrjót sem er í álögum en lifnar við eftir Klara sigrar músakónginn í bardaga. Klara og prinsinn fara inn í töfraheim þar sem snjókorn og englar dansa. Næst fara þau í konungsríki úr sykri, þar sem sykurplómu konungsfólkið tekur á móti þeim og mikil veisla er haldin í tilefni komu þeirra. Þar dansa ýmiss konar góðgæti eins og sykurplómur, súkkulaði, karamella, bollakökur, nammistafir, marsípan, piparkökukrakkar, og lokum blómaprinsessur.

Dansverkið er unnið eftir sögu E.T. A. Hoffmann. Upprunalegu danshöfundar voru Marius Petipa og Lev Ivanov. Tónlistin er eftir tónskáldið Pyotr Ilyich Tchaikovsky.

Helstu hlutverk: Embla Líf Hreinsdóttir, Oliver Alí Magnússon, Emma Eyþórsdóttir, Ásdís Karen Árnadóttir, Bjartur Örn Bachma og Salóme Sól Norðkvist

Kvikmyndataka: Carlo Cupaiolo.