Heimskviður

Heimskviður

Undanfarnar vikur og mánuði hafa talíbanar sótt í sig veðrið í Afganistan, á sama tíma og herlið Bandaríkjanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins undirbýr brottför frá landinu eftir nærri 20 ára hersetu. Fjölmargir íbúar landsins óttast ástandið fari fljótt aftur í sama horf og fyrir innrás Bandaríkjamanna árið 2001. Í sama streng taka ýmsir sérfræðingar sem til þekkja, eins og sjá í sérstakri sjónvarpsútgáfu fréttaskýringaþáttarins Heimskviða um stöðuna og framtíðarhorfur í Afganistan. Umsjón: Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þórbjörnsson.