Heimsins mikilvægasta kvöld

Heimsins mikilvægasta kvöld

Bein útsending frá söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í þættinum koma leikarar, grínistar, tónlistar- og fjölmiðlafólk saman og sýna hvernig heimsforeldrar UNICEF hjálpa börnum um allan heim. Sjaldan hefur þörfin verið meiri en nú, þegar áhrif heimsfaraldurs, stríð og náttúruhamfarir ógna velferð og réttindum heillar kynslóðar barna. Stjórn útsendingar: Þór Freysson.