Gerska ævintýrið

Birt

30. des. 2018

Aðgengilegt til

14. des. 2021
Gerska ævintýrið

Gerska ævintýrið

Í júní 2018 héldu þúsundir Íslendinga til Rússlands þar sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók þátt á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Björn Þorbjörnsson, fréttamaður, og Grímur Jón Sigurðsson, myndatökumaður, slógust í för með liðinu og stuðningsmönnum þess og ferðuðust frá Moskvu til Rostov í gegnum hina sögufrægu borg Volgograd. Rússland á sér ríka sögu og þrátt fyrir fótboltinn hafi verið í fyrirrúmi lætur saga þessa merkilega lands engan ósnortinn. Á framandi slóðum getur líka ýmislegt komið upp á og því fengu Guðmundur og Grímur svo sannarlega kynnast.