Framúrskarandi vinkona III
My Brilliant Friend III
Þriðja þáttaröðin um ítölsku vinkonurnar Elenu og Lilu. Þættirnir byggja á Napólí-sögum rithöfundarins Elenu Ferrante, sem farið hafa sigurför um heiminn. Nú takast vinkonurnar á við fullorðinslífið og reyna hvor á sinn hátt að brjótast út úr fátækt og forðast stöðnun. Leikstjórn: Saverio Costanzo. Aðalhlutverk: Margherita Mazzucco og Gaia Girace. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.