Flugdrekahlauparinn

Flugdrekahlauparinn

The Kite Runner

Bandarísk bíómynd byggð á metsölubók Khaleds Hosseini. Amir snýr aftur á æskuslóðir í Afganistan til þess gera upp gamlar syndir og horfast í augu við fortíðina. Ferðalagið er hættulegt, en samviskan dregur hann áfram. Áhrifarík mynd sem segir frá vinunum Amir og Hassan, en um leið frá mannlífi, sögu og menningu Afganistans. Leikstjóri: Marc Forster. Aðalhlutverk: eru Khalid Abdalla, Atossa Leoni, Shaun Toub, Zekeria Ebrahimi og Ahmad Khan Mahmoodzada. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.