Flóttinn hans afa
Grandpa's Great Escape
Bresk gamanmynd, byggð á samnefndri barnabók eftir David Walliams um dreng sem ákveður að hjálpa afa sínum að flýja af elliheimili sem stjórnað er af hinni illu ungfrú Purku. Afi hans var eitt sinn flugmaður í breska flughernum og saman skipuleggja þeir háskalegan flótta. Leikstjóri: Elliot Hegarty. Aðalhlutverk: Tom Courtenay, David Walliams og Kit Connor.