Fimm árstíðir

Fimm árstíðir

Upptaka á frumflutningi á sönglagaflokknum Fimm árstíðir eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Snorra Hjartarson. Hallveig Rúnarsdóttir syngur sópran, Elmar Gilbertsson tenór og Snorri Sigfús Birgisson leikur á píanó. Tónleikarnir fóru fram í Hannesarholti í Reykjavík 11. mars 2017. Höfundur laganna flutti stuttar skýringar og las kvæðin fyrir áheyrendur áður en þau voru sungin og leikin. Upptaka: Í einni sæng og Hljóðsmiðjan.