Fimleikahringurinn 2020

Fimleikahringurinn 2020

Heimildaþáttur um 10 daga ferð hópfimleikalandsliðs karla um Ísland árið 2020 þar sem liðið hélt átta fimleikasýningar og námskeið víðs vegar um landið. Drengirnir ferðuðust um á þremur húsbílum og einum jeppa með fimleikaáhöldin í eftirdragi. Á leiðinni um landið tóku þeir upp fimleikamyndbönd í íslenskri náttúru og lentu í ýmsum ævintýrum. Dagskrárgerð: Magnús Óli Sigurðsson, Patrik Hellberg og Guðmundur Kári Þorgrímsson. Framleiðandi: Fimleikasamband Íslands.