Endurskin
Etterglød
Norsk leikin þáttaröð um Ester, lífsglaða þriggja barna móður sem býður vinum og ættingjum í heljarmikla veislu í tilefni af fertugsafmæli sínu. Veislan tekur óvænta stefnu þegar gestirnir komast óvart á snoðir um leyndarmál sem snýr að gestgjafanum. Aðalhlutverk: Nina Ellen Ødegaard, Thorbjørn Harr, Sara Khorami, Per Kjerstad, Hermann Sabado og Hanne Skille Reitan. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.